Lífið

Stórtónleikar á Nasa á föstudagskvöld

Cod Music í samstarfi við THULE og Tonlist.is heldur stórtónleika á NASA föstudaginn 19. maí. Fram koma þeir 6 flytjendur sem COD Music hefur á sínum snærum en útgáfufélagið hóf leit að 15 flytjendum í upphafi árs og en nú hefur verið ákveðið að vinna nánar með þessum sex flytjendum.

Fram koma: Dr. Mister & Mr. Handsome, Lay Low, Benny Crespo's Gang, Wulfgang, Future Future, Mountain Zero auk þess sem Helgi Valur mun spila nokkur lög.

Cod Music er nýtt útgáfufélag sem starfar í takt við þá þróun að flytjendur fangi athygli umheimsins eftir óhefðbundum leiðum í auknum mæli. Besta dæmið um þetta er nýlegt gengi ensku hljómsveitarinnar Arctic Monkeys en þeir hafa slegið met Bítlanna sem "hraðasta sala á frumraun" allra tíma í sölu, eða "fastest selling debut album".

Húsið opnar 22:00

Miðaverð einungis 500 kr. og fylgir einn ískaldur hverjum keyptum miða...






Fleiri fréttir

Sjá meira


×