Lífið

Seiðandi samsuða

MYND/Vísir

Klassískir tónar með austur-evrópsku ívafi munu hljóma í Íslensku óperunni eftir helgi. Þá leiða saman hesta sína Kolbeinn Ketilsson tenórsöngvari og Rússíbanarnir.

Kolbeinn Ketilsson hefur farið víða um veröld og sungið í mörgu stórum óperuhúsum. Tónlist Rússíbananna er því nokkuð ólík því sem Kolbeinn hefur verið að fást við en sjálfir segja þeir tónlist sína undir austurevrópskum eða balkanskaga áhrifum.

Rússíbanarnir eiga tíu ára starfsafmæli um þessar mundir en hljómsveitin hefur gefið út fimm plötur. Þeir segja tónlist sína hafa tekið nokkrum breytingum á þessum tíma en stór hluti af dagskrá tónleikanna er frumsamið efni eftir hljómsveitarmeðlimi. Nokkuð er síðan að hugmyndin um tónleikana kviknaði en það gerðist í heimahúsi þar sem þeir voru allir samankomnir.

Tónleikarnir hluta af dagskrá Listahátíðar Reykjavíkur og verða haldnir á þriðjudaginn næstkomandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×