Endurgreiðsla fasteignagjalda gæti talist kosningaráróður 25. maí 2006 18:52 Endurgreiðsla á hluta fasteignagjalda í Kópavogi og Mosfellsbæ nú rétt fyrir kosningar gæti talist óleyfilegur kosningaáróður eða kosningaspjöll. Því halda Vinstri grænir í Kópavogi í það minnsta fram og í dag kærðu þeir endurgreiðslu bæjarins til yfirkjörstjórnar.Um miðjan maí bárust inn um lúgur fasteignaeigenda í Mosfellsbæ bréf þar sem segir að bæjarstjórnin hafi ákveðið að veita 15% afslátt af fasteignagjöldum ársins 2006. 'i bréfinu segir meðal annar: Mosfellsbær er fallegur bær, umlukinn fellum og ósnortinni náttúru.. og .. Það er ósk mín og von að þú og þín fjölskylda munið áfram eiga hér ykkar sælureit.Tilvitnun lýkur. Undir bréfið ritar svo bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Ragnheiður Ríkharðsdóttir en hún er einnig oddviti sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ. Með bréfinu fylgir ávísun hluti fasteignagjaldanna er endurgreiddur, sem einnig er undirrituð af bæjarstjóranum.Í Kópavogi brugðu menn einnig á þetta ráð og sendu eigendum íbúa í fjölbýlishúsum bréf þar sem þar sem fram kemur að ákveðið hafi verið að veita afslátt af fasteignagjöldum á fjölbýli en í lok árs 2005 hafði bæjarstjórnin þar ákveðið að lækka fasteignagjöld og skiptist lækkunin í tvo flokka, einbýli og sérbýli. Fasteignagjöld á Einbýlishús lækkaði meira en á fjölbýli og segir í bréfinu að nú sé verið að leiðrétta þann mun enda hafi hann stangast á við lög. Leiðréttingin var samþykkt á bæjarstjórnarfundi þann 12. apríl síðast liðinn. Ávísanirnar ásamt bréfi bæjarstjórnar bárust síðan íbúum í þessari viku. Þykir mörgum skrýtið að bæjarstjórnin hafi ákveðið að bíða með að endurgreiða íbúunum þar til að aðeins vika er til kosninga.Þeir sérfræðingar sem fréttastofa talaði við segja að þessar aðgerðir í Kópavogi og í Mosfellsbæ orki mjög tvímælis og það jaðri við að um sé að ræða brot á 92. grein laga um sveitarstjórnarkosningar en þar segirÓleyfilegur kosningaáróður og kosningaspjöll telst:a. að bera á mann fé eða fríðindi til að hafa áhrif á hvort hann greiðir atkvæði eða hvernig hann greiðir atkvæði[...] að heita á mann fé eða fríðindum ef kosning fari svo eða svo, [...].Í dag sendu síðan vinstri grænir í Kópavogi yfirkjörstjórn bæjarinis erindi þar sem segir:"Þess er farið á leit að yfirkjörstjórn komi þegar saman [...] og stöðvi yfirstandandi kosningaspjöll í Kópavogi.Jón Atli Kristjánsson formaður yfirkjörstjórnar í Kópavogi kallaði stjórnina á fund eftir hádegi í dag þar sem erindi vinstri grænna var rætt. Í niðurstöðu fundarins segir:...ekki verður séð að óeðlilegur dráttur hafi verið á útsendingu greiðslunnar eftir að ákvörðun um hana var tekin í bæjarstjórn...og kemst yfirstjórnin því að þeirri niðurstöðu að endurgreiðslan brjóti ekki í bága við 92. grein laga um sveitarstjórnarkosningar. Fréttir Innlent Kosningar 2006 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Endurgreiðsla á hluta fasteignagjalda í Kópavogi og Mosfellsbæ nú rétt fyrir kosningar gæti talist óleyfilegur kosningaáróður eða kosningaspjöll. Því halda Vinstri grænir í Kópavogi í það minnsta fram og í dag kærðu þeir endurgreiðslu bæjarins til yfirkjörstjórnar.Um miðjan maí bárust inn um lúgur fasteignaeigenda í Mosfellsbæ bréf þar sem segir að bæjarstjórnin hafi ákveðið að veita 15% afslátt af fasteignagjöldum ársins 2006. 'i bréfinu segir meðal annar: Mosfellsbær er fallegur bær, umlukinn fellum og ósnortinni náttúru.. og .. Það er ósk mín og von að þú og þín fjölskylda munið áfram eiga hér ykkar sælureit.Tilvitnun lýkur. Undir bréfið ritar svo bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Ragnheiður Ríkharðsdóttir en hún er einnig oddviti sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ. Með bréfinu fylgir ávísun hluti fasteignagjaldanna er endurgreiddur, sem einnig er undirrituð af bæjarstjóranum.Í Kópavogi brugðu menn einnig á þetta ráð og sendu eigendum íbúa í fjölbýlishúsum bréf þar sem þar sem fram kemur að ákveðið hafi verið að veita afslátt af fasteignagjöldum á fjölbýli en í lok árs 2005 hafði bæjarstjórnin þar ákveðið að lækka fasteignagjöld og skiptist lækkunin í tvo flokka, einbýli og sérbýli. Fasteignagjöld á Einbýlishús lækkaði meira en á fjölbýli og segir í bréfinu að nú sé verið að leiðrétta þann mun enda hafi hann stangast á við lög. Leiðréttingin var samþykkt á bæjarstjórnarfundi þann 12. apríl síðast liðinn. Ávísanirnar ásamt bréfi bæjarstjórnar bárust síðan íbúum í þessari viku. Þykir mörgum skrýtið að bæjarstjórnin hafi ákveðið að bíða með að endurgreiða íbúunum þar til að aðeins vika er til kosninga.Þeir sérfræðingar sem fréttastofa talaði við segja að þessar aðgerðir í Kópavogi og í Mosfellsbæ orki mjög tvímælis og það jaðri við að um sé að ræða brot á 92. grein laga um sveitarstjórnarkosningar en þar segirÓleyfilegur kosningaáróður og kosningaspjöll telst:a. að bera á mann fé eða fríðindi til að hafa áhrif á hvort hann greiðir atkvæði eða hvernig hann greiðir atkvæði[...] að heita á mann fé eða fríðindum ef kosning fari svo eða svo, [...].Í dag sendu síðan vinstri grænir í Kópavogi yfirkjörstjórn bæjarinis erindi þar sem segir:"Þess er farið á leit að yfirkjörstjórn komi þegar saman [...] og stöðvi yfirstandandi kosningaspjöll í Kópavogi.Jón Atli Kristjánsson formaður yfirkjörstjórnar í Kópavogi kallaði stjórnina á fund eftir hádegi í dag þar sem erindi vinstri grænna var rætt. Í niðurstöðu fundarins segir:...ekki verður séð að óeðlilegur dráttur hafi verið á útsendingu greiðslunnar eftir að ákvörðun um hana var tekin í bæjarstjórn...og kemst yfirstjórnin því að þeirri niðurstöðu að endurgreiðslan brjóti ekki í bága við 92. grein laga um sveitarstjórnarkosningar.
Fréttir Innlent Kosningar 2006 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira