Sport

Lennon fór á kostum

Aaron Lennon þótti eini maður enska  b-landsliðsins sem spilaði virkilega vel í gær
Aaron Lennon þótti eini maður enska b-landsliðsins sem spilaði virkilega vel í gær NordicPhotos/GettyImages

Vængmaðurinn ungi Aaron Lennon frá Tottenham þótti vera eini leikmaðurinn sem stóð sig virkilega vel í leik B-liðs Englendinga og Hvít-Rússa í gær. Lennon segist sjálfur vera tilbúinn ef hann honum verði gefið tækifæri á HM í sumar og félagar hans Michael Carrick og Jermaine Jenas hjá Tottenham eru sammála.

"Það er skrítið að hugsa til þess að fyrir ári síðan var ég ekki einu sinni í hópnum hjá Tottenham, en nú er ég á leið á HM með enska landsliðinu. Ég held að ég gæti orðið ágætis tromp fyrir Sven-Göran Eriksson á HM af því andstæðingar okkar þekkja mig lítið sem ekkert. Ég veit að ég er tilbúinn," sagði Lennon og félagar hans Carrick og Jenas taka í sama streng.

"Lennon var framúrskarandi í leiknum og fór á kostum. Ég get ekki sagt að það hafi komið mér sérstaklega á óvart, því ég sé hann gera þessa hluti hjá Tottenham á hverjum degi. Ég held að hann gæti reynst öflugt vopn fyrir landsliðið ef hann yrði settur inn á völlinn síðustu mínúturnar, því hann er martröð viðureignar fyrir hvaða bakverði sem er," sagði félagi hans Michael Carrick hjá Tottenham.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×