Sport

Ferguson tekur rétta ákvörðun

Alex Ferguson stendur frammi fyrir erfiðri ákvörðun í máli Ruud Van Nistelrooy
Alex Ferguson stendur frammi fyrir erfiðri ákvörðun í máli Ruud Van Nistelrooy NordicPhotos/GettyImages

Dwight Yorke, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að Alex Ferguson muni taka rétta ákvörðun í máli Ruud van Nistelrooy, en hollenski framherjinn hefur verið í ónáð hjá stjóranum að undanförnu. Yorke fór sjálfur frá United á sínum tíma eftir að hafa lent í hundakofanum hjá Ferguson.

"Ég treysti Ferguson til að taka réttu ákvörðunina í máli Nistelrooy. Hann hefur gott nef fyrir fólki og metur hæfileika manna, en ef honum þykja hlutirnir ekki í lagi - lætur hann félagið og leikmennina ganga fyrir og þá þarf viðkomandi aðili einfaldlega að víkja," sagði Yorke sem nú er að undirbúa sig fyrir átökin á HM með landsliði Trinidad og Tobago.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×