Greifarnir fengu frábærar viðtökur á Players í síðustu viku og
spiluðu fyrir fullu húsi. Greinilegt var að gestir höfðu engu gleymt
og tóku svo hraustlega undir að húsið lék á reiðiskjálfi. Næst munu
Greifarnir spila í Sjallanum á Akureyri laugardagskvöldið 3. júní.
Akureyringar hafa löngum kunnað að meta tónlist Greifanna og munu sjálfsagt fjölmenna og hrista búk og útlimi af fullum krafti.
Greifarnir eru nú þegar mikið bókaðir alveg fram á haust. Nýtt lag
frá hljómsveitinni "Betra en gott" er nú farið að hljóma á öllum
betri útvarpsstöðvum landsins og hefur fengið góðar viðtökur hjá íslendingum á öllum aldri. Þetta er fyrsta lagið sem heyrist af væntanlegum geisladiski sem kemur út í haust.
Hægt er að skoða upplýsingar um tónleika sveitarinnar í sumar á
heimsiðu okkar www.greifarnir.is