Innlent

Jónas Garðarsson dæmdur í þriggja ára fangelsi

Jónas Garðarsson formaður Sjómannafélags Reykjavíkur var nú áðan dæmdur í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi af Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir manndráp af gáleysi. Jónas var ákærður fyrir að hafa þann tíunda september síðastliðinn, stýrt skemmtibátnum Hörpu undir áhrifum áfengis, en báturinn steytti á Skarfaskeri á Viðeyjarsundi með þeim afleiðingum að tveir létust. Jónas var ekki viðstaddur uppkvaðningu dóms í Héraðsdómi Reykjavíkur en fullvíst má telja að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar.

Jónas var ákærður fyrir manndráp af gáleysi og brot á siglingalögum en hann neitaði staðfastlega að hafa verið við stjórnvölinn á bátnum þegar hann steytti á skerinu. Ákæruvaldið krafðist þriggja ára fangelsisdóms yfir Jónasi og varð það niðurstaða héraðsdómara. Þá var Jónasi gert að greiða allan sakarkostnað og skaðabæltur, samtals um 10 milljónir króna en aðstandendur hinna látnu höfðu krafist 20 milljóna króna skaðabóta.

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Jónasi Garðarssyni




Fleiri fréttir

Sjá meira


×