Böðullinn hættir á toppnum 11. júní 2006 14:03 Bernard Hopkins (t.v.) tók Tarver í kennslustund í hnefaleikum í beinni á Sýn í nótt NordicPhotos/GettyImages Ekki verður annað sagt en að "Böðullinn" Bernard Hopkins hafi ákveðið að hætta hnefaleikaiðkun á toppnum, því í nótt tók hann Antonio Tarver í sannkallaða kennslustund í hringnum og tryggði sér IBO-titilinn í léttþungavigt. Hopkins er 41 árs gamall og fyrrum óumdeildur konungur millivigtarinnar, en hann hafði lítið fyrir því að fara upp um þyngdarflokk og rúlla andstæðingi sínum upp. Hinn örvhenti Tarver átti aldrei möguleika gegn frískum Hopkins, sem virtist ekki hafa tapað neinu af snerpu sinni þrátt fyrir aukna þyngd, aldur og fyrri störf. Bardagaáætlun hans var óaðfinnanleg og Tarver viðurkenndi einfaldlega algjöran ósigur. "Mér hefur alltaf gengið vel gegn örvhentum boxurum og því vissi ég að ég hefði góða möguleika," sagði Hopkins, sem var drjúgur með sig fyrir bardagann og sagðist luma á áætlun sem myndi færa honum auðveldan sigur. Það átti líka eftir að koma á daginn. "Tarver er hörku boxari og hann er höggþungur, en ég vissi nákvæmlega hvað ég var að gera og gaf honum einfaldlega aldrei færi á mér eins og Roy Jones gerði á sínum tíma," sagði Böðullinn, sem var þegar búinn að gefa það út að þetta yrði hans síðasti bardagi. "Ég hef alltaf sagt að ég ætlaði að komast í sögbækurnar í millivigtinni og þyngja mig þvínæst og berjast við sigurvegarann úr bardaga Roy Jones jr og Antonio Tarver - nú er ég búinn að því." sagði þessi frábæri hnefaleikari, sem þó útilokaði ekki að snúa aftur í hringinn, en það yrði þá að vera fyrir gríðarlega peningaupphæð. Tarver, sem kemur meðal annars fram í væntanlegri sjöttu bíómynd Sylvester Stallone um hnefaleikahetjuna Rocky, játaði algjöran ósigur sinn eftir bardagann. "Þetta var einfaldlega ekki minn dagur. Stundum er þetta bara svona, ég var ekki nógu ferskur og því fór sem fór. Ég tek þó ekkert af Bernard Hopkins - hann er sannur meistari." Box Erlendar Íþróttir Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Sjá meira
Ekki verður annað sagt en að "Böðullinn" Bernard Hopkins hafi ákveðið að hætta hnefaleikaiðkun á toppnum, því í nótt tók hann Antonio Tarver í sannkallaða kennslustund í hringnum og tryggði sér IBO-titilinn í léttþungavigt. Hopkins er 41 árs gamall og fyrrum óumdeildur konungur millivigtarinnar, en hann hafði lítið fyrir því að fara upp um þyngdarflokk og rúlla andstæðingi sínum upp. Hinn örvhenti Tarver átti aldrei möguleika gegn frískum Hopkins, sem virtist ekki hafa tapað neinu af snerpu sinni þrátt fyrir aukna þyngd, aldur og fyrri störf. Bardagaáætlun hans var óaðfinnanleg og Tarver viðurkenndi einfaldlega algjöran ósigur. "Mér hefur alltaf gengið vel gegn örvhentum boxurum og því vissi ég að ég hefði góða möguleika," sagði Hopkins, sem var drjúgur með sig fyrir bardagann og sagðist luma á áætlun sem myndi færa honum auðveldan sigur. Það átti líka eftir að koma á daginn. "Tarver er hörku boxari og hann er höggþungur, en ég vissi nákvæmlega hvað ég var að gera og gaf honum einfaldlega aldrei færi á mér eins og Roy Jones gerði á sínum tíma," sagði Böðullinn, sem var þegar búinn að gefa það út að þetta yrði hans síðasti bardagi. "Ég hef alltaf sagt að ég ætlaði að komast í sögbækurnar í millivigtinni og þyngja mig þvínæst og berjast við sigurvegarann úr bardaga Roy Jones jr og Antonio Tarver - nú er ég búinn að því." sagði þessi frábæri hnefaleikari, sem þó útilokaði ekki að snúa aftur í hringinn, en það yrði þá að vera fyrir gríðarlega peningaupphæð. Tarver, sem kemur meðal annars fram í væntanlegri sjöttu bíómynd Sylvester Stallone um hnefaleikahetjuna Rocky, játaði algjöran ósigur sinn eftir bardagann. "Þetta var einfaldlega ekki minn dagur. Stundum er þetta bara svona, ég var ekki nógu ferskur og því fór sem fór. Ég tek þó ekkert af Bernard Hopkins - hann er sannur meistari."
Box Erlendar Íþróttir Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Sjá meira