Innlent

Búið að ræða við menn vegna mótmælaspjalds

MYND/Valgarður

Lögregla hefur þegar rætt við mennina sem báru mótmælaspjald í göngu Íslandsvina í lok maímánaðar með áletruninni "Drekkjum Valgerði en ekki Íslandi". Valgerður Sverrisdóttir, fráfarandi iðnaða- og viðskiptaráðherra, sendi lögregu bréf vegna málsins þar sem hún taldi að á skiltinu fælist hótun ofbeldi gangvart sér. Að sögn Harðar Jóhannessonar, yfirlögregluþjóns í Reykjavík, er um að ræða þrjá eða fjóra menn sem lögregla hafi kallað á sinn fund vegna málsins. Hörður segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um hvort eitthvað verði aðhafst í málinu en það ráðist á næstu dögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×