Sport

Camoranesi kann ekki þjóðsönginn

Mauro Camoranesi hefur eflaust ekki vakið sérstaka hrifningu ítalskra með ummælum sínum um þjóðerni sitt
Mauro Camoranesi hefur eflaust ekki vakið sérstaka hrifningu ítalskra með ummælum sínum um þjóðerni sitt

Miðjumaðurinn Mauro Camoranesi hjá ítalska landsliðinu, viðurkennir að hann syngi ekki ítalska þjóðsönginn af þeirri einföldu ástæðu að hann kunni hann ekki. Camoranesi er fæddur í Argentínu, en fékk ítalskt ríkisfang árið 2003 og hefur síðan verið í landsliði ítala. Hann hefur þó aldrei farið leynt með það að hann upplifi sig alltaf sem Argentínumann en ekki Ítala.

"Ég syng aldrei þjóðsönginn, einfaldlega af því ég kann hann ekki. Börnin mín kunna hann og þau syngja hann oft. Þegar ég spila í búningi Ítala er ég ítalskur, en það þýðir samt ekkert að spyrja mig hvort ég vildi frekar spila í argentínska landsliðinu," sagði hinn hreinskilni Camoranesi.

Afi og Amma Camoranesi voru fædd á Ítalíu en greinilegt er að leikmaðurinn telur sig Argentínumann í húð og hár. "Það getur vel verið að ég sé með ítalskt vegabréf - en það gerir mig ekki að Ítala."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×