Innlent

Sjálfstæðismenn í forsætisráðuneytinu í 39 ár af 52

MYND/Hörður Sveinsson

Sjálfstæðismenn hafa setið í forsætisráðherrastóli í tæp 39 ár í fimmtíu og tveggja ára sögu lýðveldisins og Framsóknarmenn í um 18 ár.

Ráðuneyti Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra er það 24. frá stofnun lýðveldisins og er hann 15. maðurinn til að gegna embætti forsætisráðherra frá árinu 1944.

Halldór hefur einungis gegnt embætti forsætisráðherra í 21 mánuð en svo skömm seta er ekki einsdæmi. Metið á Ólafur Thors fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem eitt sinn sat einungis í rúma þrjá mánuði yfir áramótin 1949 til 50. Næstur honum er Benedikt Gröndal fyrir Alþýðuflokkinn sem sat í tæpa fjóra mánuði yfir áramótin 1979 til 80.

Frá stofnun lýðveldisins hefur Sjálfstæðisflokkur átt 7 forsætisráðherra í samtals 38 ár og 10 mánuði. Framsóknarflokkurinn hefur átt 5 forsætisráðherra í samtals 18 ár og átta mánuði og Alþýðuflokkurinn þrjá í samtals fjögur ár. Fulltrúar annarra flokka hafa ekki haft yfir forsætisráðuneytinu að skipa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×