Innlent

Þokast í samkomulagsátt

Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ.
Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ. MYND/Valgarður Gíslason

Ýmsir þættir þokast í samkomulagsátt hjá aðilum vinnumarkaðarins og talsmenn þar telja að samkomulag geti legið fyrir eftir viku, ef stjónrvöld koma með raunhæft innlegg til samkomulags.

Nú þegar liggur fyrir að ríkisvaldið er tilbúið til að uppfæra vaxtabótakerfið, sem er að gufa upp, og auka barnabætur. Það hefur hins vegar hafnað hugmyndum ASÍ um nýtt skattþrep fyrir hina lægst launuðu og Samtök atvinnulífsins taka heldur ekki undir þá hugmynd ASÍ. Þau vilja hins vegar lagfæringar á persónuafslætti þannig að skattleysismörk verði hækkuð, en viðbrögð ríkisvaldsins við því liggja ekki fyrir. Ekki heldur viðbrögð þess við kröfu verkalýðshreyfingarinnar um að lög um lífeyriskjör æðstu embættismanna, ráðherra og þingmanna frá því í árslok árið 2003 verði endurskoðuð.

Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins ræddu í gær við fulltrúa Samiðnar og Starfsgreinasambandsins og kynntu hugmyndir um 12 þúsund króna launahækkun á mánuði og launaflokkabreytingar, sem félögin telja skoðunar virði og verður boðað til formannafundar eftir helgi. Samtök atvinnulífsins leggja líka mikla áherslu á að opinberar eftirlitsstofnanir verði virkar þegar harðna tekur á dalnum, meðal annars til að koma í veg fyrir svarta atvinnustarfssemi, sem myndi bæði bitna á aðildarfélögum samtakanna og félögum verkalýðshreyfingarinnar.

Samningamenn, sem NFS ræddi við í morgun, telja ekki útilokað að samkomulag geti legið fyrir eftir viku, en það velti þó á útspili ríkisvaldsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×