Innlent

Dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun

Mynd/Valli
Karlmaður á þrítugsaldri, Stefán Hjaltested Ófeigsson, var í dag dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir naugðun. Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur og er dómurinn því óbreyttur. Maðurinn neitaði sök en fjölskipaðir héraðsdómur mat framburð stúlkunnar trúverðugan.

Í dóminum kemur fram að stúlkan hafi verið að skemmta sér í miðbæ Reykjavíkur árla morguns í nóvermber árið 2004 þegar þær hittu Stefán. Sakvæmt vitnisburði stúlkunnar bauð hann henni og vinkonu hennar heim til hans að spila sem þær þáðu. Stefán bauð þeim síðan glas af hvítvíni en vinkona stúlkunnar fór stuttu síðar heim til sín. Stúlkan sagði fyrir dómi að hún hefði verið undir áhrifum áfengis en hún telji að Stefán hafi sett eitthvað sljóvgandi í drykk hennar þar sem hún myndi kvöldið einungis í bútum. Þegar hún ætlaði svo að fara hafi Stefán ráðist að henni og nauðgað henni. Stefán sagðist fyrir dómi að hann hefði boðið stúlkunum heim til sín og vinkona stúlkunnar hefði farið fyrr. Stúlkan og hann hefðu síðan farið að rífast sem endaði með því að hann vísaði henni á dyr. Hann sagðist ekki muna eftir því að hafa haft kynferðismök við stúlkunna en útilokaði það þó ekki þar sem hann hefði verið mjög ölvaður. Framburður stúlkunnar þótti mjög trúverðugur en Stefáns ekki, en framburður hans fyrir dómi var ekki að öllu leiti samhljóða þeim framburði sem hann gaf hjá lögreglu. Stefán var eins og áður segir dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi og til að greiða stúlkunni 900.000 krónur í miskabætur, auk tæplega 600.000 krónur í sakarkostnað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×