Innlent

Erfitt en ánægjulegt að hjóla í kringum landið

Gyða og Bjarki.
Gyða og Bjarki. Mynd/GVA

Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að hjóla í íslenskri veðráttu. Því hafa hjólagarparnir Bjarki Birgisson og Gyða Rós Bragadóttir fengið að kynnast en þau hjóla nú hringinn í kringum Ísland.

Bjarki Birgisson er landsmönnum vel kunnur eftir að hann gekk í kringum landið í fyrra ásamt Guðbrandi Einarssyni, undir yfirskriftinni Haltur leiðir blindann. Í ár fékk hann vinkonu sína Gyðu Rós Bragadóttur til að hjóla með sér hringinn í kringum landið. Þau hófu ferðina 15. maí síðastliðinn og stefna á að ljúka henni í enda júlí. Markmið ferðarinnar er að vekja athygli á börnum með geðraskanir og starfsemi barna og unglingageðdeildar Landspítlans Háskólasjúkrahúss.

Bjarki og Gyða segja að ferðin hafi gengið vel en það geti stundum verið erfitt að hjóla þar sem allra veðra er von. Þau voru nýkomin frá Mývatni en það var mjög kalt á leiðinni.

Þeim Bjarka og Gyður hefur hvívetna verið vel tekið og hafa ýmsir styrkt þau á ferð sinni. Þau hafa víðast hvar fengið fría gistingu, til að mynda þegar þau komu til Egilsstaða á dögunum. Á heimasíðu Bjarka, Bjarki punktur is að nálgast upplýsingar um reikningsnúmer undir liðnum Styrkir. Söfnunarféð mun renna til BUGL, barna og unglingageðdeildar landspítalans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×