Innlent

Eiður Smári með blaðamannafund kl. 11

Mynd/AP

Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, er kominn til landsins. Hann verður með blaðamannafund í Reykjavík klukkan 11. NFS mun senda út beint frá fundinum. Eiður Smári skrifaði undir samning við Evrópu- og Spánarmeistara Barcelona í fyrradag. Hann segir það mikinn heiður að fá að spila með liðinu og hlakkar til að takast á við þessa nýju áskorun. Eiður Smári mun leika í treyju númer sjö en hann verður fyrsti Íslendingurinn til að spila knattspyrnu með liði Barcelona í 106 ára sögu félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×