Innlent

Brunar á Akranesi og í Húsavík

Eldur var kveiktur í rusli við olíubirgðastöð Olís á Akranesi í gærkvöldi og munaði minnstu að hann næði í tunnu með eldfimu efni með ófyrirséðum afleiðingum. Slökkviliði tókst að koma í veg fyrir það en brennuvargurinn er ófundinn. Um svipað leyti kviknaði í íbúðarhúsi úr timbri á Húsavík þegar unnið var að viðgerðum þar. Slökkviliðið slökkti þar á augabragði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×