Innlent

Ofsaakstur á sæbraut

Glæfraakstur ölvaðs ökumanns endaði úti í móa á Laugarnesinu í Reykjavík laust fyrir miðnætti, en þá hafði hann nýverið ekið utan í þrjá bíla og hundsað stöðvunarmerki lögreglu. Vegfarendur tilkynntu lögreglu um háskalegt ökulag mannsins en þegar hún ætlaði að hafa afskipti af honum á Sæbraut jók hann hraðann og ók til vesturs. Þar sem Sæbrautin sveigir til vinstri á Laugarnesinu missti maðurinn stjórn á bílnum, enda gatan rennblaut, svo hann þeyttist út af. Maðurinn og tveir farþegar sluppu ómeiddir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×