Innlent

Hjólað í kringum Ísland

Gyða Rós Bragadóttir og Bjarki Birgisson.
Gyða Rós Bragadóttir og Bjarki Birgisson. MYND/Gunnar V. Andrésson

Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að hjóla í íslenskri veðráttu. Því hafa hjólagarparnir Bjarki Birgisson og Gyða Rós Bragadóttir fengið að kynnast en þau hjóla nú hringinn í kringum Ísland.

Bjarki Birgisson er landsmönnum vel kunnur eftir að hann gekk í kringum landið í fyrra ásamt Guðbrandi Einarssyni, undir yfirskriftinni Haltur leiðir blindann. Í ár fékk hann vinkonu sína Gyðu Rós Bragadóttur til að hjóla með sér hringinn í kringum landið. Þau hófu ferðina 15. maí síðastliðinn og stefna á að ljúka henni í enda júlí. Markmið ferðarinnar er að vekja athygli á börnum með geðraskanir og starfsemi barna og unglingageðdeildar Landspítlans Háskólasjúkrahúss.

Þeim Bjarka og Gyður hefur hvívetna verið vel tekið og hafa ýmsir styrkt þau á ferð sinni. Þau hafa víðast hvar fengið fría gistingu, til að mynda þegar þau komu til Egilsstaða á dögunum. Á heimasíðu Bjarka, Bjarki.is að nálgast upplýsingar um reikningsnúmer undir liðnum Styrkir. Söfnunarféð mun renna til BUGL, barna og unglingageðdeildar landspítalans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×