Innlent

NATO kemur ekki að málinu nema viðræður sigli í strand

Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri NATO.
Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri NATO. MYND/Valgarður Gíslason

NATO mun ekki taka á varnarmálum Íslands nema viðræður Íslendinga og Bandaríkjamanna sigli í strand. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem haldinn var í morgun í kjölfar fundar Jaap De Hoop Schaffer, framkvæmdastjóra NATO, með Geir Haarde forsætisráðherra og Valgerði Sverrisdóttur utanríkisráðherra.

De Hoop Schaffer, sagði að málefni Keflavíkurstöðvarinnar og varnarsamningsin yrðu að leysast í tvíhliða viðræðum við Bandaríkjamenn - málið kæmi fyrst formlega til NATO ef þessar viðræður sigldu í strand.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×