Innlent

Heilbrigðisráðherra tók á móti tugum undirskrifta

Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra, tekur við mótmælunum.
Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra, tekur við mótmælunum. MYND/Gunnar V. Andrésson

Siv Friðsleifsdóttir, heilbrigðisráðherra, tók á móti tugum undirskrifta frá starfsmönnum Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur í heilbrigðisráðuneytinu í morgun. Starfsmennirnir eru mótfallnir því að starfsemi heilsuverndarstöðvarinnar verði flutt í nýtt húsnæði í Mjódd.

Þeir segjast hafa reynt að þoka málum áleiðis í kyrrþey en án árangurs. Þeir hafa lengi haft áhyggjur af sölu heilsuverndarstöðvarhússins við Barónstíg og flutningi í nýtt húsnæði. Starfsmennirnir halda því einnig fram að sala heilsuverndarstöðvarinnar úr opinberri eigu sé illskyljanleg og erfitt sé að sjá í hverju hagkvæmnin felst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×