Sport

Meiðsli Rooney voru minni en talið var í fyrstu

Wayne Rooney hefur verið dæmdur í 100% lagi af læknum sem annast hafa kappann frá byrjun
Wayne Rooney hefur verið dæmdur í 100% lagi af læknum sem annast hafa kappann frá byrjun AFP

Nú hefur skýrsla læknanna sem önnuðust Wayne Rooney á vegum Manchester United og enska landsliðið verið gefin út og í henni kemur margt forvitnilegt í ljós, eins og sú staðreynd að meiðsli Rooney voru alls ekki jafn alvarleg og haldið hefur verið fram í fjölmiðlum allar götur síðan hann meiddist fyrir rúmum sex vikum.

Rooney brákaði bein í rist sinni, en þar var þó ekki um að ræða "hefðbundið" ristarbrot, líkt og það sem félagar hans eins og David Beckam og Michael Owen hafa lent í á síðustu misserum. Beinið sem brákaðist í fæti Rooney var mun minna og er miklu fljótara að gróa en beinið sem knattspyrnumenn lenda oft í að brjóta.

Því er í framhaldinu haldið fram að Rooney sé í alla staði búinn að ná sér af meiðslunum, en margir hafa óttast mjög að hann sé að pína sig til að spila á HM og sé alls ekki orðinn nógu heill. Talsmaður læknanna segir að Rooney hafi t.a.m. verið með verki í fætinum í aðeins sex daga eftir að hann meiddist, en hafi síðan ekkert fundið fyrir meiðslunum.

Mikið hefur einnig verið gert úr þeirri fyrsta flokkst endurhæfingu sem Rooney hefur fengið allar götur frá því hann meiddist í leik í ensku deildinni forðum og það á að hafa haft mikið að segja um skjótan bata hans. Læknarnir sem önnuðust Rooney koma frá Queens-læknamiðstöðinni í Nottingham og hefur sú stofnun annast 751 tilfelli svipaðra meiðsla og Rooney varð fyrir á síðasta einu og hálfa ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×