Sport

Þetta var gríðarlega erfiður leikur

Marco Van Basten var feginn að ná í þrjú stig gegn sprækum Afríkumönnunum í dag
Marco Van Basten var feginn að ná í þrjú stig gegn sprækum Afríkumönnunum í dag

Marco Van Basten viðurkenndi að leikurinn við Fílabeinsstrendinga í dag hefði verið gríðarlega erfiður, en hollenska liðið vann 2-1 sigur og hefur liðið því alltaf komist áfram upp úr riðlakeppni í þeim sex heimsmeistaramótum sem það hefur tekið þátt í. Þjóðverjar eru með hvað glæsilegastan árangur á þessu sviði, en liðið hefur alltaf farið áfram síðan riðlakeppninni var komið á árið 1954.

"Við byrjuðum leikinn vel, en síðan varð þetta æ erfiðara fyrir okkur og við máttum hafa okkur alla við til að halda jöfnu í síðari hálfleiknum. Nú verðum við bara að sjá hvað setur á móti Argentínu í lokaleiknum," sagði Van Basten.

Miðjumaðurinn Mark Van Bommel var öllu harðari í gagnrýni sinni. "Við vorum þokkalegir þangað til við komumst í 2-0, en þá misstum við niður um okkur buxurnar og vorum bara lélegir. Vonandi lærum við á þessu, en það verður þó ekki tekið liði Fílabeinsstrandarinnar - þeir eru með mjög sterkt lið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×