Erlent

Leiðtogi aðskilnaðarsinna í Tsjetsjeníu felldur

Eigur Abduls-Kalims Saidulajeffs við líksins af honum í dag.
Eigur Abduls-Kalims Saidulajeffs við líksins af honum í dag. MYND/AP

Tsjetsjenski stjórnarherinn felldi í morgun Abdul-Kalim Saidulajeff, leiðtoga aðskilnaðarsinna í landinu, í bænum Argun, skammt austur af höfuðborginni Grosní. Saidulajeff tók við stjórnartaumunum í liði uppreisnarmanna eftir að leiðtogi þeirra, Aslan Maskadoff, var drepinn fyrir rúmu ári síðan. Hann varð þó aldrei eins áhrifamikill og forveri sinn enda hefur heldur dregið úr krafti uppreisnarinnar í Tsjetsjeníu undanfarin misseri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×