Innlent

Lögreglan á Selfossi lýsir eftir vitnum

Lögreglan á Selfossi lýsir eftir vitnum að líkamsárás og tilraun til nauðgunar á Selfossi í byrjun júní. Ráðist var á stúlku um tvítugt og telur hún að sér hafi verið veitt eftirför frá skemmtistað í bænum að heimili sínu.

Líkamsárásins og nauðunartilraunin átti sér stað í fjölbýlishúsi í Álftarima á Selfossi aðfaranótt sunnudagsins 4. júní. Gerandinn er talinn hafa elt stúlku sem er um tvítugt eftir að bæði höfðu verið að skemmta sér á Pakkhúsinu á sama tíma en þau þekkjast ekki. Um klukkan hálf fjögur um nóttina lagði stúlkan af stað heim fótgangandi. Á leiðinni hitti hún stúlku sem hún ræddi við örskamma stund en hélt síðan áfram. Hún kveður karlmann hafa fylgt sér eftir alla leiðina heim til hennar. Samkvæmt vitnisburði stúlkunnar er maðurinn frekar grannur, sterkbyggður um 182 sentímetrar á hæð með dökkbrúnt stuttklippt hár og með stór augu með djúpum broshrukkum í kringum. Hann talaði lélega ensku, þjóðerni er óþekkt. Hann var í svörtum fráhnepptum frakka sem náði niður á mið læri, í ljósum gallabuxum og í röndóttri dökkri skyrtu. Samkvæmt heimildum NFS vinnur stúlkan í verslun á Selfossi og hefur starfsstúlkum þar þó nærvera útlendinga, í einskonar setustofu verslunarinnar, óþægileg og höfðu rætt það við stjórnendur verslunarinnar.

Lögreglan biður þá sem minnast þess að hafa á frá klukkan hálf fjögur til klukkan fimm þessa nótt hafa séð mann á göngu í Sigtúni, á Fossheiði, Tryggvagötu eða í Álftarima á eftir konu eða kannast við lýsingu á manninum að hafa samband við lögreglu í síma 480 1010.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×