Fyrsta plata Snorra væntanleg í verslanir í byrjun júlí 22. júní 2006 11:00 Snorri Snorrason sem kom sá og sigraði Idol stjörnuleit Stöðvar 2 í vetur er nú í þann mund að ljúka upptökum á sinni fyrstu breiðskífu. Platan er væntanleg í verslanir í byrjun júlí og hefur hún hlotið nafnið "Allt sem ég á". Það er Snorri sjálfur sem hefur stýrt upptökunum ásamt Vigni Snæ Vigfússyni gítarleikara og upptökumanni hjá RMP. Platan var í hljóðblöndun og öðrum lokafrágangi um helgina og í dag mánudag var hún send erlendis í framleiðslu. Efnistök plötunnar eru úr ýmsum áttum en þess má geta að Snorri semur stóran hluta laganna sjálfur. Á plötunni eru einnig nýjar útgáfur erlendra laga með íslenskum textum m.a. eftir Snorra, Stefán Hilmarsson og Andreu Gylfadóttur. Á plötunni er einnig að finna eitthvað af lögum sem Snorri tók og gerði eftirminnileg í Idolinu í vetur. Snorri mun í vikunni senda frá sér nýtt lag af plötunni en bæði lagið og textinn eru samin af honum. Lagið heitir "Farin burt" og verður frumflutt í útvarpi á fimmtudaginn nk. Snorri er síðan að undirbúa útgáfutónleika en hugmyndin er að þeir verði haldnir um miðjan júlí nk. Snorri söng lagið "Allt sem ég á" í Idol keppninni og náði það toppsætinu á Netlista Tónlist.is. Í kjölfar sigursins hefur Snorri verið einn allra eftirsóttasti söngvari landins. Hann hefur komið fram um allt land og virðist ekkert lát vera á vinsældum hans. Um síðustu helgi kom Snorri til dæmis fram á 9 stöðum á landinu. Snorri Snorrason er 28 ára Reykvíkingur og var kosinn Idol stjarna Íslands árið 2006 en hann atti kappi við Ínu Valgerði Pétursdóttur, 18 ára Húsvíking og hafði betur. Óhætt er að segja að "Hvíti kóngurinn" eins og hann er kallaður af stuðningsmönnum, hafi farið ótroðnar slóðir, bæði í nálgun við keppnina og lagavalið og vann hann hug og hjörtu Íslendinga. Idol Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Bent og Matta eiga von á barni Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Sjá meira
Snorri Snorrason sem kom sá og sigraði Idol stjörnuleit Stöðvar 2 í vetur er nú í þann mund að ljúka upptökum á sinni fyrstu breiðskífu. Platan er væntanleg í verslanir í byrjun júlí og hefur hún hlotið nafnið "Allt sem ég á". Það er Snorri sjálfur sem hefur stýrt upptökunum ásamt Vigni Snæ Vigfússyni gítarleikara og upptökumanni hjá RMP. Platan var í hljóðblöndun og öðrum lokafrágangi um helgina og í dag mánudag var hún send erlendis í framleiðslu. Efnistök plötunnar eru úr ýmsum áttum en þess má geta að Snorri semur stóran hluta laganna sjálfur. Á plötunni eru einnig nýjar útgáfur erlendra laga með íslenskum textum m.a. eftir Snorra, Stefán Hilmarsson og Andreu Gylfadóttur. Á plötunni er einnig að finna eitthvað af lögum sem Snorri tók og gerði eftirminnileg í Idolinu í vetur. Snorri mun í vikunni senda frá sér nýtt lag af plötunni en bæði lagið og textinn eru samin af honum. Lagið heitir "Farin burt" og verður frumflutt í útvarpi á fimmtudaginn nk. Snorri er síðan að undirbúa útgáfutónleika en hugmyndin er að þeir verði haldnir um miðjan júlí nk. Snorri söng lagið "Allt sem ég á" í Idol keppninni og náði það toppsætinu á Netlista Tónlist.is. Í kjölfar sigursins hefur Snorri verið einn allra eftirsóttasti söngvari landins. Hann hefur komið fram um allt land og virðist ekkert lát vera á vinsældum hans. Um síðustu helgi kom Snorri til dæmis fram á 9 stöðum á landinu. Snorri Snorrason er 28 ára Reykvíkingur og var kosinn Idol stjarna Íslands árið 2006 en hann atti kappi við Ínu Valgerði Pétursdóttur, 18 ára Húsvíking og hafði betur. Óhætt er að segja að "Hvíti kóngurinn" eins og hann er kallaður af stuðningsmönnum, hafi farið ótroðnar slóðir, bæði í nálgun við keppnina og lagavalið og vann hann hug og hjörtu Íslendinga.
Idol Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Bent og Matta eiga von á barni Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“