Hljómsveitin Ghostigital spilar á Wireless hátíðinni í Hyde Park sunnudaginn 25. júní næstkomandi.
Wireless Festival er fimm daga tónlistarhátíð sem haldin er í HydePark í hjarta Lundúna dagana 21.-25. júní og einnig í Leeds 24.-25.júní.
Stærstu nöfn hátíðarinnar eru Depeche Mode, The Strokes, Massive Attack og James Blunt.