Innlent

Festa lífeyrissjóður stofnaður á Akranesi

Í gær var haldinn á Akranesi stofnfundur Festu lífeyrissjóðs. Sjóðurinn varð til við sameiningu Lífeyrissjóðs Vesturlands og Lífeyrissjóðs Suðurlands.

Lífeyrissjóður Suðurlands var sameinaður úr Lífeyrissjóði Suðurnesja og Lífeyrissjóði Suðurlands um mitt síðasta ár.  Stjórnir sjóðanna hófu viðræður í apríl á síðasta ári og á vormánuðum síðasta árs var skipuð sérstök viðræðunefnd sem í sátu stjórnarformenn og framkvæmdastjórar sjóðanna auk eins stjórnarmanns frá hvorum sjóði. Einnig komu tryggingafræðingar sjóðanna að málinu.

 



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×