Sport

Langt á milli sigra hjá Sádum og Túnisum

Túnis hefur ekki unnið sigur í síðustu tíu leikjum sínum á HM
Túnis hefur ekki unnið sigur í síðustu tíu leikjum sínum á HM

Túnisar og Sádí Arabar hafa ekki verið sérlega sigursælir í sögu HM og eru báðar þjóðir nú að þokast upp listann yfir flesta leiki spilaða í röð á HM án sigurs. Túnisar hafa spilað 10 leiki í röð án sigurs og Sádar 9 leiki.

Túnis varð á sínum tíma fyrsta Afríkuþjóðin til að vinna leik á HM árið 1978 þegar liðið skellti Mexíkóum 3-1, en síðan hefur liðið ekki unnið leik í keppninni. Sádar unnu síðast leik á HM árið 1994 þegar þeir lögðu Belga 1-0, en hafa ekki unnið sigur síðan.

Það eru Búlgarar sem eiga metið yfir flesta leiki í röð á HM án sigurs, en þegar liðið vann 4-0 sigur á Grikkjum árið 1994, hafði liðið ekki unnið leik síðan árið 1962 og því spilað 17 leiki í röð án sigurs. Suður-Kórea var án sigurs í 14 leikjum á árunum 1954-2002, Mexíkó vann ekki í 13 leikjum í röð á árunum 1930-1962 og Chile á lengsta núverandi sprett af þessu tagi, liðið hefur ekki sigrað síðan í keppninni árið 1966 - alls 13 leikir án sigurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×