Innlent

Gífurlegt tjón hjá Alcan

Framleiðsla álversins í Straumvík hefur hrunið um helming eftir alvarlega rafmagnsbilun. Þrjá til fjóra mánuði tekur að koma framleiðslunni í eðlilegt horf og gæti tap vegna orðið á annan milljarð.

Ljóst er að tjónið nemur mörg hundruð milljónum króna og að framleiðsluskerðingin mun meðal annars hafa áhrif á vöruskiptahallann við útlönd. Bilanana varð fyrst varð rétt eftir miðnætti á sunnudag í skála þrjú, sem er nýjasti kerskálinn. Barist var við að halda sem flestum kerjum gangandi því þau liggja undir skemmdum ef þau verða rafmagnslaus lengi. Vonir stóðu til að hægt yrði að bjarga fjörtíu kerjum af eitthundrað og sextíu en allt kom fyrir ekki.

Verulega mun draga úr framleiðslu álversins í ár og að ekki verður hægt að standa við gerða sölusamninga

Ljóst er að kerskálinn, sem notar álíka mikið rafmagn og hálf Reykjavík, verður ekki í notkun á næstunni. Ekki er hægt að geyma rafmagn eins og margt annað, og annað hvort lendir það sem sölutap á Landsvirkjun eða viðbótar tjón á Alcan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×