Sport

Tíu gul spjöld í leik Kosta Ríka og Pólverja

Maidin veifar hér einu af tíu spjöldum sínum í leiknum í dag
Maidin veifar hér einu af tíu spjöldum sínum í leiknum í dag

Dómarinn Samsul Maidin frá Singapúr var óspar á gulu spjöldin í leik Kosta Ríka og Pólverja í dag. Hann veifaði gula spjaldinu alls tíu sinnum í leiknum og aðeins þrisvar hefur spjaldinu verið veifað oftar í leik í sögu HM.

Það vekur athygli að þrír "grófustu" leikirnir í sögu keppninnar ef miðað er við gul spjöld, fóru allir fram í Bandaríkjunum árið 1994. Dómarinn í leik Þjóðverja og Kamerúna í þeirri keppni, veifaði spjaldi sínu alls 16 sinnum og þar af urðu tvö þeirra að rauðum spjöldum. Tólf sinnum var gula spjaldinu veifaði í leik Senegala og Úrúgvæ í sömu keppni og 11 gul spjöld litu dagsins ljós í leik Mexíkó og Bandaríkjanna - þar af eitt rautt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×