Innlent

Fasteignaféagið Stoðir kaupir fasteignafélagið Löngustétt

Fasteignafélagið Stoðir hefur gengið frá kaupum á fasteignafélaginu Löngustétt. Um er að ræða yfir 30.000 fermetra skrifstofu og verslunarhúsnæði. Meðal helstu fasteigna Löngustéttar eru Laugavegur 182, Dalshraun 1 í Hafnarfirði, Austurstræti 8, Pósthússtræti 1 og 3, stærsti hluti verslunarkjarnans við Þverholt í Mosfellsbæ og verslunarkjarna við Sunnumörk í Hveragerði. Stoðir er með yfir 300.000 fermetra húsnæðis í eignasafni sínu á Íslandi og yfir 150.000 fermetra húsnæðs í Danmörku í gegnum fasteignafélagið Atlas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×