Innlent

Starfsfólk IGS leggur niður vinnu á sunnudaginn

Starfsfólk Icelandair, í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli, hefur ákveðið að leggja niður störf frá kl. 5 á sunnudagsmorgun til kl. 8, á háannatíma, til að mótmæla kjörum og vinnuaðstöðu.

Þetta var ákveðið á fundi í gær og mun hafa verið mikill hiti í fólki. Um er að ræða meðal annars starfsfólk í innritun, mötuneyti, hlaðdeild, frakt og flugeldhúsi.

Talsmaður starfsólks, sem ekki vildi koma fram undir nafni af ótta við brottrekstur, sagði í samtali við NFS að laun hefðu ekki hækkað í nokkur ár og reynt hefði verið að ræða við stjórnendur en án árangurs.

Á sunnudagsmorguninn ætlar því starfsfólk að leggja niður vinnu í þrjár klukkustundir til að vekja athygli á kröfum sínum og vilja biðja farþega um að sýna aðgerðunum skilning á þessum háannatíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×