Innlent

Borgarstjórn samþykkir tillögu F-listans um Heilsuverndarstöðina

Mynd/GVA

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í dag að vísa tillögu Ólafs F. Magnússonar, borgarfulltrúa F-lista, um Heilsuverndarstöð Reykjavíkur til borgaráðs. Tillaga Ólafs um Heilsuverndarstöðina er á þá leið að heilbrigðisráðherra og ríkisstjórn sjái til þess að sú heilsuverndar- og heilsugæslustarfsemi, sem fer fram á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, verði þar áfram og að Heilsuverndarstöðin komist aftur í eigu almennings. Tillagan var samþykkt samhljóða með fimmtán atkvæðum. Eins og kunnugt er var Heilsuverndarstöð Reykjavíkur seld til einkaaðila síðastliðinn vetur en húsið hefur verið auglýst aftur til sölu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×