Innlent

Íslensku forvarnarverðlaunin afhent í fyrsta sinn

Þorsteinn Pétursson, forvarna- og fræðslufulltrúi lögreglunnar á Akureyri, fékk Íslensku forvarnarverðlaunin sem voru afhent í dag. Þorsteinn hefur um árabil heimsótt alla leik-og grunnskóla á Akureyri, auk Menntaskólans og Verkmenntaskólans á Akureyri til að fræða unga fólkið um umferðarmál og fíkniefni og allt þar á milli. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru afhent en verðlaunaveitingin er samstarfsverkefni Sjóvá, Landsbjargar, Landspítala-háskólasjúkrahúss og Lýðheilsustöðvar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×