Innlent

Maður slasaðist í laxveiði

Hjálparsveit skáta í Aðaldal, Hjálparsveit skáta í Reykjadal og Björgunarsveitin Stefán í Mývatnssveit voru kallaðar út vegna manns sem hafði slasast á bökkum Laxár í Mývatnssveit á sjöunda tímanum í kvöld er hann var við laxveiði. Talið er að maðurinn hafi farið úr mjaðmalið en björgunarsveitin og hjálparsveitirnar fluttu manninn á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík til aðhlynningar.



 

 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×