Innlent

Skýrslutöku haldið áfram á morgun

Togarinn Sancy bundinn við bryggju á Eskifirði.
Togarinn Sancy bundinn við bryggju á Eskifirði. Mynd/Vísir

Skýrslutaka af skipstjórinum á færeyska togaranum Sancy, sem tekinn var af varðskipinu Óðni í fyrrinótt, lauk á áttunda tímanum í dag. Skýrslutaka hófst í morgun hjá lögreglunni á Eskifirði en enn hefur ekkert verið ákveðið hvort hann verði ákærður. Samkvæmt upplýsingum hjá lögreglunni á Eskifirði er verið að bíða eftir gögnum úr gagnagrunni siglingatölvu sem mun meðal annars upplýsa um siglingarleið togarans. Ekki hefur enn verið ákveðið hvort öll áhöfnin verði yfirheyrð en þó er líklegt að skýrsla verði tekin af stýrimanni togarans á morgun. Þá er ekki víst hvenær togaranum verði leyft að halda frá Eskifirði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×