Innlent

Dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás

Karlmaður var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands í gær fyrir að hafa kastað gangstéttarbroti í andliti annars manns fyrir utan skemmtistað á Selfossi í júní á síðasta ári. Mennirnir voru báðir að skemmta sér en til átaka kom með þeim afleiðingum að annar maðurinn kastaði broti úr gangstéttarhellu í hinn og við það maðurinn hlaut áverka í andliti og sex tennur brotnuðu. Maðurinn neitaði sök og sagði það ekki hafa verið ætlun sína að valda neinum skaða, heldur hafi hann ætlað að nota hellubrotið til að verja sig og ógna þeim sem veittust að honum fyrir utan skemmtistaðinn. Hann var eins og áður segir dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi, en haldi hann skilorði í tvö ár frá dómsuppkvaðningu fellur dómurinn niður. Hann var einnig gert að greiða manninum rúmar 700.000 krónur í skaðabætur og allan sakarkostnað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×