Innlent

Vonbrigði ASÍ með tillögur ríkisstjórnarinnar

Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands
Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands MYND/Teitur Jónasson

Ekkert samkomulag virðist vera í sjónmáli milli ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins. Formaður ASÍ varð fyrir vonbrigðum með tillögur ríkisstjórnarinnar að nýjum skattleysismörkum sem ræddar voru í dag.

Í húsakynnum Alþýðusambands Íslands var í kvöld haldinn fundur formanna landssambanda og stærstu aðildarfélaga þar sem farið var yfir stöðuna í viðræðum ASÍ við Samtök atvinnulífsins og ríkisstjórnina. Kröfur ASÍ hafa hlotið blendnar viðtökur. Ríkisstjórnin hafnaði tillögum um nýtt skattþrep en lagði til hækkun á persónuafslætti í staðinn.

Grétar Þorsteinsson, formaður ASÍ, segir að viðræður um þessi nýju skattleysismörk í dag hafi valdið miklum vonbrigðum. Breytingarnar sem ríkisstjórnin leggi til séu fjarri því að vera ásættanlegar og það hafi verið mál manna á fundi formannanna í kvöld. Engin sátt verði öðruvísi en að ríkisstjórnin komi myndarlega að málinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×