Innlent

Úttekt verður gerð á jafnréttismálum hjá Reykjavíkurborg

Mynd/Stefán

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag tillögu Svandísar Svavarsdóttur og Árna Þórs Sigurðssonar, Vinstri grænum, um láta fara fram úttekt á kynjajafnréttismálum hjá Reykjavíkurborg. Tillagan var samþykkt samhljóða en hún gerir ráð fyrir að fela mannréttindanefnd að láta gera úttekt á stöðu kynjajafnréttismála hjá Reykjavíkurborg. Áætlað er að nefndin afli meðal annars upplýsinga um skiptingu kynja í nefndir og ráð, og að launakjör starfsmanna eftir kyni verði skoðuð. Nefndinni gert að skila niðurstöðum og tillögum til úrbóta fyrir lok þessa árs, sé þeirra þörf .






Fleiri fréttir

Sjá meira


×