Innlent

Kríuvarp hafið af fullum krafti í Grímsey

Þótt kríuvarp viðrist nánast ætla að misfarast víðasthvar á Suður- og Vesturlandi er krían farin að verpa af fullum krafti í Grímsey. Of snemmt er þó að spá um afkomu unganna þar, en talsverður ungadauði varð í eynni í fyrra, sem rakinn er til skorts á sandsíli í hafinu, en síli er aðalfæða kríunnar. Lítil sem engin vitneskja er til um hegðan sandsílis hér við land þar sem Hafrannsóknastofnun hefur ekki rannsakað það með skipulegum hætti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×