Forsendur fyrir áframhaldandi viðræðum ekki fyrir hendi nú 21. júní 2006 12:00 Forsendur fyrir því að halda viðræðum áfram við stjórnvöld í tengslum við endurskoðun kjarasamninga er ekki fyrir hendi eins og staðan er nú, segir aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands. Hann segir boltann hjá ríkisstjórninni og viðbrögð hennar við kröfum ASÍ ráði úrslitum í viðræðunum. Forsetar Alþýðusambands Íslands funduðu í gær með ráðherrum í ríkisstjórinni eftir að ASÍ og Samtök atvinnulífsins komust að samkomulagi um breytingar á kjarasamningum og um tillögur til að styrkja vinnumarkaðinn. Með þeim er ætlunin að koma í veg fyrir uppsögn kjarasamninga um næstu áramót og reyna að koma á stöðugleika í efnahagslífinu. ASÍ hefur í tengslum við samningana gert kröfur um að stjórnvöld endurskoði barnabóta- og vaxtabótakerfið og leggi meira fé til starfsmenntamála. Þá vill ASÍ að breytingar verði á eftirlaunakjörum æðstu embættismanna og jafnframt lægra skattþrep fyrir þá sem lægst hafa launin. Ekki hefur verið vikið frá þeim kröfum. Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, segir stjórnvöld hafa nefnt aðrar aðgerðir sem þau segi ná sömu markmiðum og þá með því að hækka skattleysismörk. Þar séu tvö vandamál uppi að mati ASÍ. Í fyrsta lagi hafi þessar aðgerðir ekki sömu áhrif og í annað stað sé alveg ljóst að ákvarðanir um skattleysismörk séu teknar árlega og menn hafi horft á það síðustu árin hvernig skattleysismörk hafi verið að lækka að raungildi og ekkert sé í spiliunum sem segi að jafnvel þótt eitthvað verði spýtt inn í þau núna, að þau muni ekki lækka að raungildi í staðinn eftir ár. Halldór segir boltann hjá ríkisstjórninni. Beðið sé eftir því að frá henni komi útspil sem gefi tilefni til að ætla að það séu forsendur til að halda viðræðunum áfram. Svo sé ekki eins og staðan sé núna. Fréttir Innlent Kjaramál Stj.mál Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Innlent Fleiri fréttir Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Sjá meira
Forsendur fyrir því að halda viðræðum áfram við stjórnvöld í tengslum við endurskoðun kjarasamninga er ekki fyrir hendi eins og staðan er nú, segir aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands. Hann segir boltann hjá ríkisstjórninni og viðbrögð hennar við kröfum ASÍ ráði úrslitum í viðræðunum. Forsetar Alþýðusambands Íslands funduðu í gær með ráðherrum í ríkisstjórinni eftir að ASÍ og Samtök atvinnulífsins komust að samkomulagi um breytingar á kjarasamningum og um tillögur til að styrkja vinnumarkaðinn. Með þeim er ætlunin að koma í veg fyrir uppsögn kjarasamninga um næstu áramót og reyna að koma á stöðugleika í efnahagslífinu. ASÍ hefur í tengslum við samningana gert kröfur um að stjórnvöld endurskoði barnabóta- og vaxtabótakerfið og leggi meira fé til starfsmenntamála. Þá vill ASÍ að breytingar verði á eftirlaunakjörum æðstu embættismanna og jafnframt lægra skattþrep fyrir þá sem lægst hafa launin. Ekki hefur verið vikið frá þeim kröfum. Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, segir stjórnvöld hafa nefnt aðrar aðgerðir sem þau segi ná sömu markmiðum og þá með því að hækka skattleysismörk. Þar séu tvö vandamál uppi að mati ASÍ. Í fyrsta lagi hafi þessar aðgerðir ekki sömu áhrif og í annað stað sé alveg ljóst að ákvarðanir um skattleysismörk séu teknar árlega og menn hafi horft á það síðustu árin hvernig skattleysismörk hafi verið að lækka að raungildi og ekkert sé í spiliunum sem segi að jafnvel þótt eitthvað verði spýtt inn í þau núna, að þau muni ekki lækka að raungildi í staðinn eftir ár. Halldór segir boltann hjá ríkisstjórninni. Beðið sé eftir því að frá henni komi útspil sem gefi tilefni til að ætla að það séu forsendur til að halda viðræðunum áfram. Svo sé ekki eins og staðan sé núna.
Fréttir Innlent Kjaramál Stj.mál Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Innlent Fleiri fréttir Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Sjá meira