Innlent

Kaupmáttur aðeins aukist um tvö prósent

Þrátt fyrir að launavísitalan sýni óvenju miklar launahækkanir síðastliðna tólf mánuði, hefur verðbólgan saxað svo á þær að kaupmáttur hefur aðeins aukist um rúm tvö prósent á tímabilinu.

Launavísitalan hefur hækkað um 0,9 prósent frá því í síðasta mánuði samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Þetta er yfir meðalhækkun síðustu tólf mánaða, sem nemur samtals 8,7 prósentum. Launavísitala endurspeglar meðallaun í hverjum mánuði þannig að laun hafa almennt hækkað um tæplega eitt prósent frá síðasta mánuði og um 8,7 prósent á 12 mánuðum, en kaupmátturinn hefur aðeins aukist um rúm tvö prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×