Lífið

Innipúkinn á Nasa

Innipúkinn verður haldinn 4. 5. og 6. ágúst á Nasa, en þetta er fimmta árið sem hátíðin fer fram um verslunarmannahelgina í Reykjavík. Tilgangur hátíðarinnar verður í ár sem áður að bjóða upp á góða tónlist í Reykjavík á sama tíma og vertíð útihátíða á Íslandi gengur í garð.

Miðasala hefst 29. júní nk. og verður dagskrá kynnt sama dag. Í boði verða 23 tónlistaratriði, þar af fimm erlend.

Tónleikar hefjast alla dagana kl. 18 og stendur gleðin fram á rauða nótt alla dagana.

Miðasala hefst þann 29. júní kl. 10 á midi.is , í verslunum Skífunnar og í vel völdum verslunum BT. Hægt verður að kaupa passa á alla hátíðina og einstaka daga líka. Passi á alla hátíðina kostar 6.000 kr. auk miðagjalds og dagspassi kostar 2.900 kr. auk miðagjalds. Þess ber að geta að alltaf hefur orðið uppselt á hátíðina og takmarkað magn miða er í boði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×