Innlent

Skipstjórinn aftur færður til yfirheyrslu

Mynd/Vísir

Yfirheyrslu yfir stýrimanni togarans Sancy lauk rétt í þessu en þær hófust í morgun. Lögreglan á Eskifirði gerir ráð fyrir að hefja á ný yfirheyrslu yfir skipstjóra togarans nú síðdegis og að hún muni standa fram eftir kvöldi. Þá er verið að vinna úr gögnum siglingartölvu togarans en fyrstu upplýsingar gefa til kynna að þau 20 tonn af fiski sem voru um borð í togaranum, hafi verið veidd í íslenski lögsögu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×