Innlent

Mikil vonbrigði með „ábyrgðarleysi ríkisstjórnarinnar"

Frá fundinum í dag.
Frá fundinum í dag. MYND/Valli

Formenn aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands lýsa yfir miklum vonbrigðum með „ábyrgðarleysi ríkistjórnarinnar gagnvart mögulegu samkomulagi aðila vinnumarkaðarins þegar forsendur kjarasamninga eru brostnar vegna verðbólgu, sem rekja má til efnahagsstjórnarinnar." Þetta segir í ályktun fundar formanna aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins sem fram fór í dag.

Fundurinn styður sameiginlegar kröfur landssambanda ASÍ gagnvart ríkisvaldinu og bendir sérstaklega á að finna verði varanlega lausn á skattkerfisbreytingum sem gagnist tekjulægstu hópunum. Formenn aðildarfélaganna lýsa hins vegar furðu sinni á „seinagangi stjórnvalda á því að koma til móts við þær kröfur. Ríkisvaldið verður einnig að leggja fram trúverðuga aðgerðaáætlun í því skyni að ná tökum á verðbólgu og efnahagsstjórninni," segir einnig í ályktuninni.

Fundurinn fagnar samkomulagi aðila vinnumarkaðarins um málefni útlendinga á íslenskum vinnumarkaði og krefst þess að ríkisvaldið tryggi að samkomulagið nái fram að ganga.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×