Innlent

Nýr samningur gerir ráð fyrir að biðlistar styttist

Mynd/Þök

Barna- og unglingageðdeild Landspítala-háskólasjúkrahúss og Miðstöð heilsuverndar barna hafa undirritað samstarfssamning vegna þjónustu við börn með erfiðleika á geð- og hegðunarsviði. Langir biðlistar hafa myndast á Barna- og unglingageðdeild og skortur er á viðeigandi þjónustu við börn með hegðunar-eða geðvanda. Samningurinn miðar að því að draga úr álagi á Barna- og unglingageðdeild og stytta biðtíma barna og fjölskyldna eftir sérhæfðum úrræðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×