SA sögð beita hótunum 21. júní 2006 19:15 Samtök atvinnulífsins segja fyrirhugaða vinnustöðvun starfsmanna Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli á sunnudaginn ólögmæta og minna á mögulega bótaskyldu verkalýðsfélaga og starfsmanna. Forsvarsmaður annars verkalýðsfélags starfsmanna segir samtökin beita hótunum. Ákveðið var á fundi starfsfólks Flugþjónustunnar í gær að leggja niður vinnu í þrjár klukkustundir á sunnudagsmorgun, á háannatíma, til að vekja athygli á óánægju starfsmanna með kaup og kjör og vinnuaðstöðu. Það mun hafa áhrif á ferðaáætlun allt að tvö þúsund farþega Icelandair og Iceland Express til og frá landinu. Engum ferðum verður aflýst, þeim aðeins frestað. SA sendu í dag bréf til Verslunarmannafélags Suðurnesja og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs SA, segir að í bréfinu komi fram að það sé álit SA að um ólögmætar aðgerðir sé að ræða og reyndar sé það óumdeilt. Einnig telji samtökin að trúnaðarmenn starfsmanna hafi haft milligöngu og séu í forsvari þar sem þeir hafi boðað til þessa fundar í fyrrakvöld í húsakynnum annars stéttarfélagsins. Í bréfinu sé áréttað gagnvart félögunum að þar sem trúnaðarmenn séu í forsvari séu stéttarfélögin sjálf skaðabótaskyld vegna þess tjóns sem fyrirtækið verði fyrir. Einnig geti starfsmenn sjálfir verið bótaskyldir vegna þess tjóns sem þeir séu að valda félaginu. Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja, segir félagið hafa hvatt starfsmenn til að láta af boðuðum aðgerðum enda samningar í gildi og friðarskylda. Hann segir bréf Samtaka atvinnulífsins lítið annað en hótun. Ragnar segir að í bréfinu til verkalýðsfélaganna sé aðeins gerð grein fyrir þeim lagareglum sem gildi í landinu og ef forsvarsmenn félaganna vilji kalla það hótun sé þeim frjálst að gera það. Fréttir Innlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Samtök atvinnulífsins segja fyrirhugaða vinnustöðvun starfsmanna Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli á sunnudaginn ólögmæta og minna á mögulega bótaskyldu verkalýðsfélaga og starfsmanna. Forsvarsmaður annars verkalýðsfélags starfsmanna segir samtökin beita hótunum. Ákveðið var á fundi starfsfólks Flugþjónustunnar í gær að leggja niður vinnu í þrjár klukkustundir á sunnudagsmorgun, á háannatíma, til að vekja athygli á óánægju starfsmanna með kaup og kjör og vinnuaðstöðu. Það mun hafa áhrif á ferðaáætlun allt að tvö þúsund farþega Icelandair og Iceland Express til og frá landinu. Engum ferðum verður aflýst, þeim aðeins frestað. SA sendu í dag bréf til Verslunarmannafélags Suðurnesja og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs SA, segir að í bréfinu komi fram að það sé álit SA að um ólögmætar aðgerðir sé að ræða og reyndar sé það óumdeilt. Einnig telji samtökin að trúnaðarmenn starfsmanna hafi haft milligöngu og séu í forsvari þar sem þeir hafi boðað til þessa fundar í fyrrakvöld í húsakynnum annars stéttarfélagsins. Í bréfinu sé áréttað gagnvart félögunum að þar sem trúnaðarmenn séu í forsvari séu stéttarfélögin sjálf skaðabótaskyld vegna þess tjóns sem fyrirtækið verði fyrir. Einnig geti starfsmenn sjálfir verið bótaskyldir vegna þess tjóns sem þeir séu að valda félaginu. Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja, segir félagið hafa hvatt starfsmenn til að láta af boðuðum aðgerðum enda samningar í gildi og friðarskylda. Hann segir bréf Samtaka atvinnulífsins lítið annað en hótun. Ragnar segir að í bréfinu til verkalýðsfélaganna sé aðeins gerð grein fyrir þeim lagareglum sem gildi í landinu og ef forsvarsmenn félaganna vilji kalla það hótun sé þeim frjálst að gera það.
Fréttir Innlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira