Innlent

Steinn Eiríksson ráðinn sveitarstjóri á Borgarfirði eystri

Frá Borgarfirði eystra.
Frá Borgarfirði eystra. Mynd/Ísak Örn Sigurðsson

Steinn Eiríksson, eigandi og framkvæmdastjóri Álfasteins á Borgarfirði eystri, hefur verið ráðinn sveitarstjóri Borgarfjarðarhrepps til áramóta. Fréttavefurinn Austurlandid.is greinir frá því að Steinn hafi verið kjörinn í hreppsnefnd í síðustu sveitastjórnarkosningum en óbundin kosning var á Borgarfirði eystri. Magnús Þorsteinsson, fráfarandi sveitarstjóri, tilkynnti fyrir kosningar að hann myndi ekki gefa kost á sér til starfans áfram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×