Innlent

Hafna hugmyndum um að fresta skattalækkunum

Málfundafélagið Óðinn leggur til að stórframkvæmdur verði frekar slegið á frest en skattalækkunum.
Málfundafélagið Óðinn leggur til að stórframkvæmdur verði frekar slegið á frest en skattalækkunum. Mynd/Vísir

Málfundafélagið Óðinn, félag launþegar í Sjálfstæðisflokkinum í Reykjavík, hafnar alfarið hugmyndum um að dregið verði úr eða frestað verði boðuðum skattalækkunum af hálfu ríkisstjórnarinnar. Í ályktun sem félagið sendi frá sér í dag segir að það hafi verið eindregin stefna Sjálfstæðisflokksins við síðustu alþingiskosningar að skattar yrðu lækkaðir. Félagið mótmælir því harðlega ef brugðið verður á það ráð að hafa skattalækkanir af launafólki. Jón Viðar Þorsteinsson, ritari Óðins, segir að skattalækkanir þurfi ekki endilega að vera þensluaukandi og hægt sé að slá á þensluna í þjóðfélaginu með öðrum hætti. Hann segir að réttara væri að slá ýmsum stórframkvæmdum á frest, ekki bara á höfuðborgarsvæðinu heldur um allt land. Með þeim hætti megi draga úr þenslu enda beri stjórnvöldum að leita annarra leiða til að slá á þenslu en að hætta við löngutímabærar skattalækkanir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×