Innlent

Sýknaður af ákæru um að hafa stolið matvælum

Karlmaður var í dag sýknaður Í Héraðsdómi Norðurlands eystra af ákæru um þjófnað á matvælum. Maðurinn var ákærður í desember á síðasta ári fyrir að stolið fjórum pakkningum af heilum humri, tveimur lambahryggjum og þremur lambaframbógum úr frystigám við verslunina Bónus á Akureyri, en verðmæti þýfisins var rúmar fimmtán þúsund krónur. Maðurinn var á gangi með umrædd matvæli í íþróttatösku þegar lögreglan á Akureyri stöðvaði hann. Hann gat þó enga skýringu gefið á hvernig matvælin komust í hans vörslur en hann bara fyrir sig minniesleysi vegna veikinda og töku svefnlyfja, en veikindi hans eru að nokkru studd læknisskýrslu sem lögð var fram í málinu. Ekki liggur heldur fyrir hvort matvælanna hafi verið saknað úr téðum gámi Bónusverslunarinnar þar sem það var ekki kannað sérstaklega en lögreglan skilaði aftur matvælunum til verslunarstjórans. Í dómnum segir að ekkert verði um það fullyrt með hvaða hætti varan komst í vörslur mannsins og í raun sé það ósannað að matvælin hafi verið fengin með saknæmum hætti. Maðurinn var því sýknaður af ákærunni eins og áður segir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×